Blog Layout

Það þarf tvö sjúkrahús í Reykjavík.

thorkellsig@gmail.com


Afar yfirgripsmikil og fróðleg grein eftir Pálma V. Jónsson lyf- og öldrunarlækni í Morgunblaðinu 16.2.2024


Það er virkilega þörf fyrir annað sjúkrahús í Reykjavík og það jafnvel fleiri en á tveimur stöðum enda margt breyst á undanförnum árum. Meiri vitund um öldrun þjóðarinnar, fjölgun innflytjenda og þar með aukinn fólksfjöldi auk um 200 þúsund ferðamanna í landinu á hverjum tíma. Hælisleitendur koma hingað í þúsundatali, margir alvarlega slasaðir eða illa farnir líkamlega og andlega eftir stríðsátök, ofbeldi, vannæringu eða önnun vandamál. Allt kallar þetta á aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu.  Það eru því gjörbreyttar aðstæður þegar upp úr aldamótum og jafnvel fyrir 10 árum síðan þegar forsendur voru gefnar fyrir nýja byggingu við Hringbraut.


Það þarf að takast á við aukið aðflæði sjúklinga en á sama tíma auka forvarnir og þar með draga úr aðflæðivanda og ekki síður fráflæðivanda með byggingu heilbrigðis- og öldrunarkjarna og svo hjúkrunarheimili.  Eins gott að viðbygging við Landspítala við Hringbraut fór í gang og það er þá hægt að bregðast núna tímanlega við áframhaldandi uppbyggingu á árunum 2030-2040 og horfa síðan a.m.k. 50 ár fram í tímann. Skammsýni og þröngsýni dugar skammt á sviði heilbrigðismála og sjúkrahúsbygginga.


Í viðtali við Runólf Pálsson, forstjóra Landspítala þætti Stefáns Einars Stefánssonar kom fram að Landspítali er ekki sérstaklega viðbúin undir það að taka við fjölda hælisleitenda t.d. alvarlega slasaðs og veiks fólks frá stríðshrjáðum löndum. Landspítali hefur ekki verið í sérstöku samtali við stjórnvöld eða aðra aðila um þetta verkefni.  Þetta er dæmi um nýjar áskoranir sem takast þarf á við á næstu árum, jafnvel langveik börn og fullorðið fólk til framtíðar.



Deila

Share

Share by: