ÞORKELL SIGURLAUGSSON


„Mitt leiðarljós er ný framtíðarsýn fyrir Reykjavíkurborg sem þjónar almannahagsmunum allra íbúa og fyrirtækja sem þar búa og starfa.“


ÞORKELL SIGURLAUGSSON

Þessi heimasíða var upphaflega gerð í tengslum við framboð mitt til borgarstjórnar í Reykjavík f.h. Sjálfstæðisflokksins árið 2022. Ég er varaborgarfulltrúi og hef verið í nokkrum verkefnum innan borgarinnar og við varaborgarfulltrúarnir 6 erum virkir þátttakendur í borgarstjórnarhópnum.  Ákvað að viðhalda síðunni og nýta fyrir geymslu á nokkrum dagbókafærslum, greinum og myndum. 


Þessi heimasíða endurspeglar nú orðið strax árið 2023-2024 alls konar málefni eins og kemur fram í dagbók og greinasafni á síðunni. Reyni að viðhalda síðunni þótt lítið fari fyrir dagbókarfærslum. 

DAGBÓK

Eftir Þorkell Sigurlaugsson 23 Apr, 2024
Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar var haldinn á Nauthól 23.apríl 2024. Hlotnaðist sá heiður að vera kjörinn formaður samtakanna en Anna Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér eftir 10 ára starf. Að afloknum aðalfundi var haldið málþing í tilefni af 10 ára afmæli Spítalans okkar þar sem erindi fluttu Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, Jón Hilmar Friðriksson, forstöðumaður hjá Landspítala og Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóra Nýja Landspítala (NLSH) sem sér um uppbyggingu nýbygginga og breytinga eldra húsnæðis.
F.v.
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 21 Mar, 2024
Bíó Paradís fékk aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2024. Afhent í Sjóminnjasafni Reykjavíkur í tengslum við aðgengi fatlaðs fólks að listasöfnum
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 16 Mar, 2024
Læknafélag Íslands er með áhugaverða umræðuþætti undir nafninu Læknaráð . Þessi 2. þáttur fjallar um sóun í heilbrigðiskerfinu.
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 13 Mar, 2024
Ný stjórn SES heldur sinn fyrsta fund . Öll velkomin á fróðlegan fund með reynsluboltanum Pálma M. Jónassyni. Miðvikudag 13.3.24 kl. 12.00. Erfitt með bílastæði. Oftast næg stæðum í nágrenninu.
Fjölmenni var á fundinum
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 21 Feb, 2024
Sigurður Ágúst var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) á aðalfundi félagsins með rúmlega 60 prósent atkvæða
Júlíus Viggó Ólafsson
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 20 Feb, 2024
Heimdellingar með jarðaför Reykjavíkur í Tjarnarbío á 97 ára afmælisdegi félagsins.
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 16 Feb, 2024
Það er virkilega þörf fyrir annað sjúkrahús í Reykjavík og það jafnvel fleiri en á tveimur stöðum enda kallar öldrun þjóðarinnar, fjölgun innflytjenda og þar með aukinn fólksfjöldi og um 200 þúsund ferðamenn í landinu á hverjum tíma á aukna þörf fyrir sjúkrahúsþjónustu. Það þarf að auka forvarnir og þar með draga úr aðflæðivanda og ekki síður fráflæðivanda með byggingu heilbrigðis- og öldrunarkjarna. Það eru því gjörbreyttar aðstæður þegar upp úr aldamótum og jafnvel fyrir 10 árum síðan þegar forsendur voru gefnar fyrir nýja byggingu.
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 05 Jan, 2024
Hvers vegna hættir lögreglustjórinn á Vestfjörðum rannsókn á máli Arctic Fish. Fréttir hjá Stöð 2
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 28 Dec, 2023
Skattsvikaskýrsla frá 2017 enn legið niðri í skúffu
Eftir Þorkell Sigurlaugsson 27 Dec, 2023
Viðtal við Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna.
Sýna meira
Share by: