UM ÞORKEL

UM ÞORKEL

REYKJAVÍK - FYRIR FÓLKIÐ OG FYRIRTÆKIN


Ég er fæddur i Reykjavík og bjó til fjögurra ára aldurs að Þórsgötu 10 og svo á Ásvallagötu 12 mest öll mín uppeldisár fram að háskólanámi. Nú er þetta heimili Þórarins Eldjárns sem keypti allt húsið af föður mínum og bróður, en afi og amma byggðu húsið á fjórða áratug síðustu aldar. 


Fyrir tæplega áratug kviknaði áhugi hjá mér að vera virkur þátttakandi í stjórnmálum. Þegar ég kom inn í stjórnmálin og bauð mig fram á landsfundi í málefnanefndir á vegum Sjálfstæðiflokksins fékk ég flest atkvæði fyrst í allsherjar- og menntamálanefnd og varð þar formaður og síðan á næsta landsfundi sem formaður velferðarnefndar.


En fyrir utan menntamál og velferðarmál hef ég mikinn áhuga á atvinnumálum, enda starfað við eða tengst atvinnurekstri, bæði litlum og stórum fyrirtækjum og stofnunum alla mína starfsævi. Hef mikla trú á að nýta megi landið betur t.d. til landbúnaðarframleiðslu á sviði ylræktar á grænmeti í stórum gróðurhúsum til útflutnings og til landeldis á laxi og öðrum fiski út frá gæðum, umhverfisvernd, kolefnisspori og hagkvæmni til lengri tíma litið.  Sjókvíaeldi eins og það er stundað í dag er vægast sagt ekki hátt skrifað hjá mér. En við eigum að nýta sem flestar auðlindir landsins, sjávarauðlindina eins og í dag, grænna orku framleidda m.a. út vatnsafli, jarðvarma, vindorku en þó með umhverfis- og landvernd að leiðarljósi. Hringrásarhagkerfið opnar mörg tækifæri og ferðaþjónusta og margvísleg hugverkastarfsemi og -iðnaður getur orðið burðarás atvinnulífs mjög víða m.a. hjá sem smærri byggðarlögum.  Þegar samgöngur eru að komast í sífellt betra form og nánast öll landsbyggðin nýtur ljósleiðaravæðingar eru valkostir í búsetu mun fleiri.  Auk þess að starfa sem virkur varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hef ég mikinn áhuga á margvíslegri nýsköpun í atvinnulífinu almennt og lít ekki síst skyldu mína og okkar að huga að þörfum atvinnulífs í borginni fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum og gerðum.


Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og á mínum fyrstu 20 árum eftir nám í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, varð minn mentor og nánasti yfirmaður Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, sem kom með nútímalega stjórnarhætti inn í atvinnulífið á þeim tíma eftir MBA nám í Wharton University of Pensilvania. 


Ég starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip til ársins 2004 og  var þátttakandi og stundum í lykilhlutverki við ýmsar fjárfestingar félagsins bæði í flutningastarfsemi og á öðrum sviðum. Starfið einkenndist af nýsköpun og umbreytingum enda fyrirtækið á þeim tíma orðið fyrirmynd margra í stefnumótun og stjórnarháttum. Burðarás var fjárfestingaarmur félagsins og við stofnuðum Brim á 10 áratug síðustu aldar með fjölda sjávarútvegsfyrirtækja innanborðs svo sem Útgerðarfélag Akureyringa, Skagstrending og HB á Akranesi. Stefndum að því að byggja upp stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem almenningshlutafélag í gegnum Eimskip og síðan með beina aðild almennings með a.m.k. 12% þakið í aflaheimildum. Burðarás var lengst af eða fram til ársins 2004 einnig kjölfestufjárfestir Í Marel. Því miður var bankakerfið einkavætt og afhent í hendur ógæfumanna með miklum spillingarbrag sem brutu stór leiðandi fyrirtæki upp í september 2003 og síðan fóru flest í þrot árið 2008. Marel var þó bjargað af Eyri og Landsbankanum nýja sem tóku yfir þau bréf sem Eimskip hafði eignast.  Það var svo kaldhæðni örlaganna að árið 2009 fór ég í stjórn Framtakssjóðs Íslands og varð fljótlega formaður sem fékk það hlutverk að bjarga fjölda fyrirtækja eftir bankahrunið þar á meðal Icelandair, Vodafone, Advania, Promens, Icelandic group, N1, Húsasmiðunni og Plastprent.




 

Framtakssjóðurinn skilaði eigendum sínum, lífeyrissjóðum og Landsbanka Íslands sem er í eigu ríkisins 43 milljarða hagnaði á starfstímanum og 23% raunávöxtun að meðaltali á hverju ári til loka síns starfstíma.


Ég skipti um starfsvettvang sem aðalstarf árið 2004 þegar ég þóttist sjá hvert stefndi með Eimskip og ætti ekki samleið með nýjum eigendum og stjórnendum og tók við starfi sem framkvæmdastjóri fasteignareksturs og síðan einnig fjármála hjá Háskólanum í Reykjavík á uppgangsárum háskólans. Var verkefnastjóri fyrir HR við uppbyggingu háskólans í Nauthólsvík 2006-2010. Það var afar lærdómsríkur tími þar sem ég kynntist fjölda nemenda og starfsmanna sem voru framúrskarandi hvort sem var í kennslu eða rannsóknum.


Ég hefur einnig sérstaklega látið mig varða málefni hreyfihamlaðra og var á árunum 2008-2014 formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins sem rekið er af Sjálfsbjörg, landssambandi hreyfihamlaðra. Ég hef sjálfur reynslu af því að starfa og takast á við ólíklegustu verkefni þrátt fyrir hreyfihömlun, en vissulega hef ég verið heppin í samanburði við aðra sem hafa ekki haft tækifæri eða getu til mennta sig og komast áfram í atvinnulífinu. Eins og hjá Össur hf. þá þarf Reykjavíkurborg að nýta sér slagorðið LIFE WITHOUT LIMITATIONS eða CITY WITHOUT LIMITATIONS. Hef starfað í Aðgengis- og samráðsnefnd sem einmitt fjallar um aðgengismál innan Reykjavíkurborgar.

Þá hef ég stutt við eflingu Landspítala (LSH) í landssamtökum „Spítalanum okkar“ frá árinu 2014 sem varaformaður undir sterkri forystu Önnu Stefánsdóttur, fyrrverandi hjúkrunarforstjóra LSH. „Spítalinn okkar“ eins og „Sjálfsbjörg“ eða "Hollvinir Grensás" eru óhagnaðardrifin félög áhugafólks og hagsmunaaðila. 


Auk þess hef ég setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja m.a margra nýsköpunarfyrirtækja á uppgangsárum þeirra svo sem TM Software, Marel og Össurar.  Ég vil vera talsmaður aukins frumkvöðlastarfs og nýsköpunar í atvinnulífinu og ekki síður lítilla, meðalstórra og fyrirtækja þar sem langflest starfsfólk vinnur án þess að gera lítið úr mikilvægi stærri fyrirtækja. Verulega aukin og náin tengsl við atvinnulífið, skipulagsmál, samgöngumál og fólkið í Reykjavík verður stóra málið í mínum huga. 


Síðast en ekki síst vil ég, í þessari yfirferð um atvinnusögu mína, nefna hlut eiginkonu minnar Kristínu Vignisdóttur, sem hefur verið mín stoð og stytta í lífinu í orðsins fyllstu merkingu. Við eigum þrjú yndisleg börn og átta barnabörn sem búa á Álftanesi, Völlunum í Hafnarfirði og Kórahverfinu í Kópavogi. Staðarvalið segir því miður ýmislegt um valkosti margra fjölskyldna með börn sem vilja velja sér hentugt íbúðarhúsnæði nálægt leikskóla og grunnskóla, þar sem þjónustan er í mörgum tilfellum betur.  

 

Þessi heimasíða endurspeglar nú orðið strax árið 2023 alls konar málefni eins og kemur fram í Dagbók og Greinasafni á síðunni. Reyni að halda síðunni lifandi þótt hún gleymist öðru hvoru. Góða skemmtun.!






REYNSLA

Ég er stúdent frá MR árið 1973. Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1977. Reynsla mín kemur fyrst og fremst úr starfi við stjórnun og rekstur fyrirtækja og sitja í stjórnum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum svo sem framkvæmdastjóri hjá Eimskip og Burðarási til 2014, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands sem lauk sínu verkefnið árið 2021 og framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2004-2017. Reynsla mín á sviði nýsköpunar í atvinnulífinu, nýjum stjórnarháttum og stefnumótun fyrirtækja mun áreiðanlega nýtast hjá Reykjavíkurborg sem er eitt stærsta „fyrirtæki“ landsins. 


Auk þess hef ég starfað að málefnum frjálsra félagasamtaka í þriðja geiranum. Var á árunum 2008-2014 formaður stjórnar Sjálfsbjargarheimilisins og er varaformaður landssamtakanna „Spítalinn okkar“ frá 2014, sem eru samtök um uppbyggingu ný húsnæðis Landspítala. 

Hér til hliðar er stiklað á því helsta sem ég hef komið nálægt. Afar mikilvægt er að rödd atvinnulífsins komi sterkt inn í borgarstjórn og önnur verkefni sem ég vinn að, en einnig dýrmæt reynsla á öðrum sviðum sem ég hef öðlast t.d. á sviði heilbrigðismála. 

STARFSFERILL

1969-1973 Menntaskólinn í Reykjavík

1973-1977 Háskóli Íslands Cand Oecon – Viðskiptafræði. 

1977-2004 Eimskip, móðurfélagi, dótturfélögum og samstarfsfyrirtækjum í ýmsum stjórnunarstörfum.

1985-1989 Samtökum íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK), meðstjórnandi

1985-1989 DNG á Akureyri sem framleiðir sjálfvirkar færavindur og er núna í eigu Slippsins á Akureyri, meðstjórnandi

1986-1989 Pólstækni á Ísafirði, meðstjórnandi og síðar stjórnarformaður. Félagið síðan keypt af Marel þar sem ég var stjórnarmaður.

1986-1996 Tækniþróun ehf. og Tæknigarður ehf., hluti af starfsemi Háskóla Íslands, meðstjórnandi. Var fyrsta félagið stofnað í samstarfi atvinnulífs og háskóla vegna sprota og nýsköpunarverkefna og byggði einnig húsið Tæknigarð.

1989-2003 Framtíðarsýn, bókaútgáfa og síðar bókaklúbbur atvinnulífsins og Viðskiptablaðið, stjórnarformaður og meðstjórnandi 

1990-2005 Marel, meðstjórnandi, varaformaður og síðasta árið formaður

1995-2005 Kauphöll Íslands, meðstjórnandi

1996-2001 Össur hf. meðstjórnandi

1997-2004 TölvuMyndir síðan TM Software og Hópvinnukerfi, stjórnarformaður. TM Software var síðan keypt af Nýherja (Origo). 

2000-2002 Miðborgarstjórn

2001-2004 Maritech International – hugbúnaðarfélag nú að hluta til Wise. 

2001-2004 101 Skuggahverfi efh. – þróunarfélag vinsælla og glæsilegra turna við Skúlagötu. 

2004-2017 Háskólinn í Reykjavík. Framkvæmdastjóri fasteignareksturs og síðan einnig fjármála og var verkefnastjóri HR við nýbyggingu HR í Nauthólsvík.

2007-2013 Klak nýsköpunarsetur meðstjórnandi, síðan hét Innovit og nú Icelandic Startups

2008-2017 Sjálfsbjargarheimlið, stjórnarformaður og síðan ráðgjafi í fasteignaþróun Sjálfsbjargar 

2009-2011 Sameinaði lífeyrissjóðurinn – formaður endurskoðunarnefndar

2009-2016 Byggingarfélag námsmanna, meðstjórnandi 

2010-2021 Framtakssjóður Íslands, meðstjórnandi 2010-2012 en stjórnarformaður frá 2012

2015-2018 Formaður allsherjar- og menntamálanefndar kosinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins

2016 Starfshópur heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag reksturs Sjúkrahótels á lóð LSH, formaður starfshópsins

2017 Starfshópur fjármálaráðherra um skattsvik og tillögur til aðgerða, formaður hópsins 

2018-2022 Formaður velferðarnefndar kosinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

2018- 2023 Icelandic Trademark Holding ehf. Félag um Icelandic vörmerkið, stjórnarformaður og meðstjórnandi frá 2022.

2022- Framkvæmdastjóri í hlutastarfi og stjórnarmaður í Landnýtingu ehf. en frá september 2023 eingöngu stjórnarmaður.


FJÖLSKYLDAN MÍN

Ég er kvæntur Kristínu Vignisdóttur og við eigum þrjú börn og átta barnabörn.


Börnin okkar eru Ester Rós sem er elst og starfar sem mannauðsstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík. Sæunn Björk er VP of Procurement hjá Controlant. Sigurlaugur er yngstur og er deildarstjóri framleiðslu og viðskiptaþróunar innan flugrekstrarstarfsemi Icelandair í Keflavík.


Barnabörnin eru;

Valdimar, Bjarki, Ólafur, Benedikt, Kristrún, Aron, Sæunn og Snædís.


SJÁ NANAR MYNDASAFN-FJÖLSKYLDUMYNDIR


Share by: