STEFNUMÁL

REYKJAVÍK- FYRIR FÓLK OG FYRIRTÆKI

STEFNUMÁL

Helstu stefnumál Þorkels Sigurlaugssonar í málefnum Reykjavíkur 

Einfalda þarf stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og gera þjónustu við íbúa skilvirkari og betri.


Bæta þarf þjónustuviðmót „kerfisins“ með það fyrir augum að íbúar eigi greiðari leið að grunnþjónustu ásamt upplýsingum um réttindi sín og skyldur í samskiptum við borgina. 

   Snjallvæðum borgina strax með starfrænni þróun og sjálfvirkni. Á það jafnt um innri kerfi svo og ljósastýringar til að bæta umferðaflæði, sorphirðu o.s.frv. Gríðarleg sóknarfæri í bættri þjónustu og lækkun kostnaðar. Jafnframt þarf að byggja upp innan borgarkerfisins framtíðarsýn á þróun borgarinnar og borgarskipulags og samgangna til lengri tíma, í samráði við fólk og fyrirtæki. 

Endurskoða verður fjármálastjórn Reykjavíkur frá grunni


Stöðva þarf þá skuldasöfnun sem hefur viðgengist í boði vinstri flokkanna. Fjármálastjórn borgarinnar er mjög veik og ekki beitt nútímalegum stjórnarháttum hvað það varðar.  Stjórnkerfi afar kostnaðarsamt og flókið og þarfnast uppstokkunar. 

   Samhliða verður að krefja ríkistjórnina um eðlilega skiptingu skatttekna á milli ríkis og sveitarfélaga. Legið hefur ljóst fyrir um árabil að sveitarfélögin eru undirfjármögnuð. Rekstur mikilvægra málaflokka er fyrir vikið í uppnámi, s.s. skóli án aðgreiningar og málefni fatlaðs fólks enda þarf að samþykkja sáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað þetta varðar.      

Reykjavíkurborg hefur ekki haft stefnu í þróun þjónustu og aðstöðu fyrirtækja.


Minni og meðalstór fyrirtæki eru afar mikilvæg fyrir borgina og skapa mikla atvinnu. Stærri og öflugri fyrirtæki eru ekki síður borginni mikilvæg, en við höfum séð mörg bæði stór og smá flýja borgina eða hafa ekki haft áhuga á að koma. Tryggja þarf fjármögnun velferðar- og skólaþjónustu fyrir íbúa borgarinnar og það gerist ekki nema með öflugum atvinnufyrirtækjum í borginni.  Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hefur reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Enn verri eru þó afleiðingar vaxandi umferðartafa. Þá hefur skortur á atvinnulóðum ekki bætt úr skák. – Þessari þróun verður að snúa við. 

Gera þarf stórátak í húsnæðismálum. Húsnæðismál í borginni eru í verra ástandi en sést hefur í áratugi.


Framboð lóða og hvatning til uppbyggingar húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága og einnig sérbýli. Ofurþétting íbúabyggðar er kostnaðarsöm og verð íbúða í takt við það. 

   Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar. Þá þarf Reykjavíkurborg að koma með afgerandi hætti að uppbyggingu á virkum leigumarkaði fyrir íbúðahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í því efni t.d. í samstarfi við lífeyrissjóðina. 

Endurskoða verður samgöngu-sáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga.

Endurskoða þarf frá grunni Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Nauðsynlegt að nýta erlenda hlutlausa aðila í því sambandi. 

   Hugmyndir hafa komið fram um hágæða almenningssamgöngur fyrir umtalsvert lægri kostnað en nú er áætlaður og á mun skemmri tíma. Skoða þarf hugmyndir í þá veru til fullnustu. Svokölluð borgarlína á teikniborðinu í dag má ekki verða að trúarbrögðum. Tryggja þarf að framkvæmda- og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist, en Reykjavíkurborg hefur verið þekkt fyrir gríðarlegar tafir og aukakostnað á ýmsum framkvæmdum í borginni. Það er ekki boðlegt að láta íbúa bíða í 20 eða 25 ár eftir fullkláraðri borgarlínu, eins og er fyrirsjáanlegt. Flýta verður úrbótum á almenningssamgöngum, almennri bifreiðaumferð og fyrirliggjandi framkvæmdaáætlunum fyrir hjólandi og gangandi fólk. Nú þegar er hægt að bæta ljósastýringu, koma upp snyrtilegum mislægum gatnamótum eða stokkum og rjúfa heimatilbúnaðar umferðatafir á meginleiðum. Ástand samgöngumála er alvarlegt og verður enn alvarlegra á næstu árum, nema til komi einfaldari, ódýrari  og fljótlegri lausn í samgöngum fyrir alla.

Skóla- og íþróttamál þurfa að vera í hávegum höfð og nátengd þróun íbúabyggðar í borginni.


Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án viðhaldsleysis og myglu og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Þjónusta þarf einnig að henta íbúum betur og stytting vinnuvinu hefur skapað ýmsa erfiðleika í þjónustu sem þarf að finna lausn á. 


Rekstur skólakerfis borgarinnar er einn af veikustu stjórnunareiningum hennar sem kallar á ýmsar erfiðar áskoranir hvort sem það er viðhaldsleysi, skortur á leikskólaplássum og tregða til að auka hlut sjálfstætt starfandi skóla og skapa þeim eðlilegan fjárhagsgrundvöll til samræmis við skóla rekna af borginni.  

Biðtími eftir þjónustu í velferðarmálum, t.d. fyrir börn og eldri borgara, hefur stuðlað að tvöföldu heilbrigðiskerfi.


Sinna verður af meiri framsýni málefnum þeirra sem verða að treysta á velferðarþjónustuna og nýta nútíma velferðartækni miklu betur. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna, og endurhæfingar, ekki síst á sviði geðheilbrigðismála. Þá er jafnframt stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Reykjavíkurborg þarf að hafa frumkvæði að auknu samstarfi við ríkið á þessum sviðum m.a. varðandi byggingu hjúkrunarheimila og heilbrigðis- og lífsgæðakjarna þar sem m.a. annað sjúkrahús gæti verið sem væri einfaldara í rekstri og umfangi en LSH.  

Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör.

Lækka þarf kostnað íbúanna eins og  t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst um talsverðan fjölda eldri íbúa og öryrkja sem búa við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launa eða fjármagnstekna á tímum gríðarlega hárrar húsaleigu. Á sama tíma greiða fjölmargir stekefnaðir einstaklingar lítið til borgarinnar þar sem þeir lifa að mestu á fjármagnstekjum en ekki launatekjum, en skattur af fjármagnstekjum renna ekkert til borgarinnar       

Share by: