Blog Layout

Afhending aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar

thorkellsig@gmail.com

Bíó Paradís fékk aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2024.

Afhent í Sjóminnjasafni Reykjavíkur í tengslum við aðgengi fatlaðs fólks að listasöfnum

Nokkrir í aðgengisnefnd, starfsfólk, listamenn og verðlaunahafar. F.v. efst: Elín S. M. Ólafsdóttir, listamaður, Þórir Gunnarsson, listamaður, Bragi Bergsson, aðgengisfulltrúi Reykjavíkurborgar, Þorkell Sigurlaugsson, varaborgarfulltrúi og nefndarmaður, Elísabet Guðrún Jónsdóttir, formaður nefndarinnar, Hallgrímur Eymundsson, nefndarmaður, Ása Baldursdóttir, sýningarstjóri Bíó Paradís, Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Pardís og neðri röð Valgerður Jónsdóttir, starfsmaður nefndarinnar og starfsmaður hjá Reykjavíkurborg og Anna Kristín Jensdóttir, nefndarmaður.  Á myndina vantar nokkuð marga úr nefndinni sem voru farnir þegar myndir var tekin eða komust ekki á athöfnina.


Gott aðgengi í víðum skilningi þess hugtaks er mikilvægt mannréttindamál og undirstaða þess að fólk með fjölbreyttar aðgengisþarfir geti tekið þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Á þessum opna fundi aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks sem ég á sæti í sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var fjallað um aðgengi að söfnum auk þess sem aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent.


Dagskráin var fjölbreytt frá kl. 14.00-16.00 í Sjóminjasafni Reykjavíkur:



  • Í framhaldi af því fóru Þær Helga Maureen Gylfadóttir, Hlín Gylfadóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir yfir aðstöðu á sýningarstöðum Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur.



  • Að lokum var afhent aðgengisviðurkenning Reykjavíkur til Bíó Paradís https://bioparadis.is/   Hér að neðan sjáum við þær Elísabetu Guðrúnar Jónsdóttur, formann aðgengis og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks og Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Pardís og Ásu Baldursdóttur , sýningarstjóri Bíó Paradís.


Deila

Share

Share by: