Blog Layout

Pálmi M. Jónasson, lyf- og öldrunarlæknir á fyrsta miðvikudagsfundi nýrrar stjórnar SES

thorkellsig@gmail.com

Ný stjórn SES heldur sinn fyrsta fund . Öll velkomin á fróðlegan fund með reynsluboltanum Pálma M. Jónassyni. Miðvikudag 13.3.24 kl. 12.00. Erfitt með bílastæði. Oftast næg stæðum í nágrenninu. 

Á aðalfundi Samtaka eldri Sjálfstæðismanna (SES)  þann 6. mars lét Halldór Blöndal af störfum sem formaður SES, þar sem hann hefur verið formaður í hartnær 15 ár, en hann tók við formennsku af Salóme Þorkelsdóttur fyrrverandi forseta Alþingis árið 2009.


Hafa haldið á sjötta hundrað hádegisfunda

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, varaformaður Sjálfstæðisflokkinn sagði SES hafa haft yfir að búa afar öflugu fólki sem undir forystu Halldórs hafi haldið á sjötta hundrað vikulegra hádegisfunda í Valhöll, lagt til mikilvæga stefnumótunarvinnu fyrir landsfundi flokksins og kosningabaráttur.

„Án öflugra einstaklinga eins og Halldórs og annarra sem skipað hafa forystusveit SES, næði flokkurinn ekki að vera málsvari eins stórra hópa og raun ber vitni,“ sagði Þórdís Kolbrún.


Þá færði hún honum kveðjur frá Bjarna Benediktssyni formanni flokksins sem staddur er erlendis.


Nýr stjórn kjörin á aðalfundinum

Fráfarandi formaður hafði falið mér að tilnefna nýja stjórn og var tillaga mín samþykkt, eins og á síðata aðalfundi. Að þessu sinni gaf Halldór ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður.


Nýr formaður SES var kjörin Bessí Jóhannsdóttir, lengst til hægri á myndinni. Ingibjörg H. Sverrisdóttir
var kjörin varaformaður í miðju og Drífa Hjartardóttir ritari samtakanna, lengst til vinstri. Aðrir í stjórn SES eru; Hafsteinn Valsson, Guðjón Guðmundsson, Finnbogi Björnsson, Guðmundur Hallvarðsson, Leifur A. Ísaksson og Þór Guðmundsson.

Deila

Share

Share by: