Blog Layout

Mikil sjónvarpsumfjöllun um sjókvíaeldi

thorkellsig@gmail.com

Hvers vegna hættir lögreglustjórinn á Vestfjörðum rannsókn á máli Arctic Fish. Fréttir hjá Stöð 2

Bæði RUV og Stöð 2 hafa fjallað mikið um þessi alvarlegu mál sem snúa að sjókvíaeldi Arctic Fish og almennt um vandamál í kringum Sjókvíaeldi.  Lítið er fjallað um þessi mál í Morgunblaðinu af einhverjum ástæðum.  Arctic Fish er í meirihluta í eigu fyrirtækis í eigu norska fyrirtækisins Mowi sem er stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki í heimi og í um þriðjungshlut í eigu Síldarvinnslunnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjalla um þetta 4. janúar og hér og tengli að neðan er rakið það helsta sem kom fram í fréttinni. 


Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. 


Gunnar Örn segir að í skýrslunni sé alvarlegri vanrækslu lýst og að tvennt standi upp úr við lestur hennar. 


„Það er bæði það að á þessum tíma virðist starfsemi Arctic Fish á svæðinu hafa verið í einhvers konar lamasessi. Stjórnendur og starfsmenn svara MAST þannig að það hafi verið svo mikið að gera að þeir ráði ekki neitt við neitt. Staðreynd málsins er í raun sú að alveg sama hversu mikið þú vandar þig þá mun eldislax sleppa í opnu sjókvíaeldi. Þá einhvern veginn lýsir þetta bara því fúski sem viðgengst í greininni,“ segir Gunnar Örn en hann var til viðtals í Kvöldfréttum Stöðvar 2. 


Í öðru lagi segir hann að starfsmenn viðurkenni að það hafi átt að framkvæma neðansjávareftirlit fyrir löngu í þessari kví en að því hafi ítrekað verið slegið á frest.


„Það er mjög alvarlegt mál þegar það er svona mikið í húfi.“  Sjá nánar https://www.visir.is/g/20242510785d/spyr-hvort-onnur-ofl-hafi-haft-a-hrif-a-a-kvordun-log-reglu-stjorans


Deila

Share

Share by: