Blog Layout

Tjón vegna sjókvíaeldis á Íslandi er að raungerast

thorkellsig@gmail.com

Viðtal við Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna.

Þann 27. desember 2023 var athyglisvert viðtal við Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóra Verndarsjóðs villtra laxastofna í síðdegisútvarpinu á Rás 2.  Viðtalið er hér að neðan og byrjar á min.16.08.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825/7h2im2 

Þar var margt til umræðu sem tengist sjókvíaeldi, en  Matvælastofnun hafði þann 13. september kært Arctic Fish vegna slysasleppingar á eldislaxi úr fiskeldisstöð í Kvígindisdal í Patreksfirði. Á fjórða þúsund eldislaxar sluppu eftir að tvö göt komu á sjókví fyrirtækisins. 


Mér þótti þetta stutta viðtal afar athyglisvert og vildi draga saman það helst af því fjölmarga sem Elvar gat komið að. Þann 21. desember tilkynnti lögreglan á Vestfjörðum að hún teldi ekki grundvöll fyrir áframhaldandi rannsókn vegna þessara slysasleppinga. Taldi lögreglan að lagaumhverfið í málum sem þessum sé erfitt. Lögin séu meira leiðbeinandi um starfsemina fremur en refsilög. Því hafi verið útilokað að halda rannsókn áfram á starfseminni. Ég hugleiddi það eftir viðtalið hvort vestfirska lögreglan sé ekki vanhæf a.m.k. í erfiðri stöðu að fjalla um þetta mál vegna öflugrar starfsemi þessa fyrirtækis í sinni heimabyggð og jafnvel góðra tengsla við starfsfólk.

 

Er löggjöfinni ábótavant? 


Í lögum númer nr. 71/2008 er fjallað um fiskeldi. Í 22. grein laganna kemur fram að það varði framkvæmdastjóra og stjórnarmenn rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, séu sakir miklar.

Til dæmis ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldi hefur verið áfátt vegna athafna eða athafnaleysis þeirra sem framið hefur verið af ásetningi eða gáleysi. Er þetta ekki nokkuð skýrt?


Þess vegna var Elvar eðlilega undrandi og nefndi nokkur atriði því til stuðnings.  


  • Í fyrsta lagi hefur komið fram að ekkert eftirlit hafði verið haft með kvíunum í a.m.k. 3 mánuði. 


  • Í öðru lagi var fóðrari skilinn eftir í kvíinni í nokkra daga sem gerði göt á hana. 


  • Að lokum nefndi hann að yfirmaðurinn, sem sá um þetta eftirlit, var ekki búsettur á landinu.

Og Elvar heldur áfram: „Þessi niðurstaða eru skilaboð um að komast má upp með stærsta mengunarslys sögunnar hér á landi og það hefur engin eftirmál. Ekki hægt að sýna framá athafnir eða vítavert athafnaleysi að mati lögreglunnar á Vestfjörðum.“  


Búið að vara við þessu lengi


Á fjórða þúsund laxar sleppa og hluti þeirra fer upp í árnar og hrygnir með villtum íslenskum laxi. Fengnir voru kafarar frá Noregi í haust til að ná fiski. Fram kom að 500 eldislaxar hafa veiðst í 50 ám í allt að 400 km. fjarlægð frá sleppistað. Það er ekki nema hluti af því sem slapp, en ekki hægt að aðhafast neitt yfir veturinn. Viðkvæmur tími núna fyrir utan veðráttuna.

Stjórnendur tala um að þetta sé einstakt dæmi, en er það svo? Elvar minnti á að búið er að vara við þessu í mörg ár og allt hefur raungerst. Heil stétt kafara er í vinnu í Noregi við þetta svo þetta er ekki einsdæmi og er fylgifiskur sjókvíaeldis. Auðvitað sleppa misjafnlegar margir úr kvíunum. 


Lúsafaraldur og sýkingar, en ekkert kynnt fyrir almenningi


Lúskvíafaraldurinn hér á landi er sá versti sem þekkist og undrast Norðmenn á því hversu skæður hann er hér. Fylgifiskur þessa lúsafaraldurs er oft sýking og dauði fisksins. Varðandi merkingar á vörum sem seldar eru hér á landi þá er þeim víða ábótavant. T.d. varðandi reyktan og grafinn lax. Elvar sagði 70% þjóðarinnar á móti sjókvíaeldi og lágmarkskrafa að fólk ætti rétt á að vita uppruna vörunnar. Tvö fyrirtæki lítil fyrirtæki; Betri vörur á Ólafsfirði og Hnýfill á Akureyri eru með allan reyktann og grafinn fisk úr landeldi en þrjú af stærstu fyrirtækjunum á markaðnum nota bæði sjókvía- og landeldislax í sína framleiðslu. Það eru Eðalfiskur, Norðanfiskur og Reykhólar.   

Nýtt frumvarp um fiskeldi liggur núna í samráðsgátt Alþingis. Í þessu frumvarpi er jákvætt að lögfesta friðunarsvæði, en að mörgu leyti gengur lagabreytingin allt of skammt. Skilafrestur athugasemda er til 10 janúar 2024 og hvatti Elvar fólk til að koma með athugasemdir. 


Ókindin í íslenskri náttúru









                                                                                             


Deila

Share

Share by: